Gróðursetja fleiri tré og runna meðfram strandstíg neðan Staðahverfis til að mynda skjól fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Einnig til að minnka hættu á að fólk fái í sig golfkúlur sem því miður er allt of algengt á þessum annars fína stíg. Sérstaklega þarf að gróðursetja nyrst á svæðinu þar er mesta hætta á golfkúlum og mesta rokið.
Tré og runnar veita skjól fyrir vindi og gera útivistina enn skemmtilegri upplifun.
Þetta þarf virkilega því þetta færir golfarana aðeins frá stígnum. Að fá í sig golfkúlu er ekkert grín.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation