Hjólabrettarampur þar sem hægt er að æfa sig á brettum og hlaupahjólum.
Sífellt fjölgar krökkum sem eru að leika sér með hjólabretti og hlaupahjól. Þetta væri tilvalið í miðjan dalinn þar sem börnin gætu leiki sér.
Þetta væri frábær viðbót við íþrottaaðatöðu úlfarsárdalsins sem aðallega samanstendur af boltavöllum. Til þess fallið að auka felagsleg samskipti barna og unlinga i dalnum og draga fleiri út í góða veðrið :) Í hverfinu eru þónokkrir brettakappar sem í dag sækja aðstöðu í nagrannasveitarfelögum eða laugardal. Þeir myndu hoppa hæð sína - Frábær tillaga !
Hjólabrettarampur er valkostur fyrir ungmenni sem finna sig ekki í boltaíþróttum. Fyrir nokkrum árum var rampur í Grafarholti sem var mikið notaður. Er ekki viss um af hverju hann var fjarlægður en hans var saknað. Er viss um að það yrði mikil ásókn í alvöru brettaaðstöðu í hverfinu. Á sama tíma eru fréttir um að aðstaða hjá Brettafélagi Reykjavíkur loki 1. apríl. í Dugguvogi. Fáum meiri fjölbreytileika í íþrótta og leikaðstöðu ungmenna og setjum upp flottan hjólabretta og hlaupahjóla garð
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation