Þegar komið er upp brekkuna frá Borgartúni yfir ljósin á Laugavegi er mjög erfitt að sjá umferðarljósin þegar bíll er fyrir framan mann. Þarna þyrfti að setja hangandi ljós yfir umferðina eða staðsetja staura á báðum hornum á móti.
Ég hef oft keyrt þessa leið þegar ég vann í Borgartúni. Alltaf lenti ég í vandræðum þarna með að sjá ljósin, og hvort bíllinn á undan myndi ná yfir eða ekki og þá ekki síst hvort ég ætti að fylgja honum eða stoppa áður en ég væri komin upp á gangbrautina.
Það er mjög óþægilegt að vita ekki hver staðan er. Stundum nær maður að sjá ljósin í gegnum rúðurnar á bílunum, en það er engan veginn nóg. Styð þetta heilshugar!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation