Gönguljós við Hlíðaskóla

Gönguljós við Hlíðaskóla

Það þyrfti að bæta við götuljósum við gönguljós yfir Hamrahlíð við Hlíðarskóla. Í svartasta skammdeginu er erfitt að sjá börn á leið sinni í skólann þegar þau ganga þarna yfir. Gönguljósin eru líka frekar nálægt hringtorginu og bílar koma oft að þeim á mikilli ferð.

Points

Gönguljós á ekki að nota í götum sem eru með 1 akrein í hvora átt. Sérstaklega ekki íbúðagötum. Bara götum með 4 akreinar eða fleiri. Setja í staðinn upphækkaðar gönguleiðir með gangbrautarskiltum og lýsingu á : Hamrahlíð beggja megin við Stakkahlíð. Hamrahlíð norðan við Háuhlíð. Hamrahlíð milli Bogahlíðar og Stigahlíðar. Hamrahlíð beggja megin við Stigahlíð.

Umferðaröryggi barna á leið í grunnskóla

Vinn í Hlíðaskóla og á börn þar. Það vantar sárlega betri lýsingu við þessi tilteknu ljós. Það er t.d. mun betri lýsing við gönguljósin hjá Blindraheimilinu. Það skiptir miklu öryggisins vegna fyrir skólakrakkana að hafa betri lýsingu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information