Reisa styttu af sterkasta manni heims Jóni Páli Sigmarssyni, í fullri stærð eða yfirstærð þar sem Jón Páll hnyklar vöðvana og hafa áberandi texta með einkennisorðum hans: „Ekkert mál fyrir Jón Pál.“ Staðsetning; t.d. í Hljómskálagarðinum og þá mætti vera þar í kring einhver skemmtileg úti-tæki til að efla krafta s.s. aflraunasteinar, fyrir bæði börn og fullorðna.
Besta.hugmynd.ever!
Orðatiltæki Jóns Páls: „Ekkert mál fyrir Jón Pál“ lifir meðal manna en yngra fólk veit ekki hvaðan það er sprottið þó það þekki og jafnvel noti orðatiltækið. Höldum nafni þessa sterkasta manns á lofti því ímynd hans er bæði jákvæð og skemmtileg.
Löngu timabært, hef ég áður komið með tillögu að stað í Laugardalnum fyrir styttu af Jóni Páli þannig að ég styð hugmynd Hólmfríðar Ben.
Þetta er frábær hugmynd! Ísland státar af fjöldanum öllum af hraustu fólki sem keppir í kraftasporti og ég tel að stytta af Jóni Páli myndi standa sem tákn fyrir það. Lengi lifi goðsögn Jóns Páls.
Góð hugmynd sem þarf að fylgja eftir, fjölskylda og vinir reyndu að fá þetta í gegn fyrir nokkrum árum en sannarlega tími til kominn að taka þetta mál aftur upp. Vatnsmýrin, Hljómskálagarðurinn, nálægt KR eða Laugardalur væru allt draumastaðsetningar
Frábær hugmynd, löngu tímabært að heiðra almennilega einn besta og þekktasta íþróttamann sem þjóðin hefur alið.
Styð þetta og mæli með staðsetningu annað hvort í Laugardal eða Klambratúni ásamt einhverjum tólum til að æfa styrkleika eins og hann var þekktur fyrir.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation