Loka fyrir umferð eldsneytistankbíla um Mýrar- og Geirsgötu

Loka fyrir umferð eldsneytistankbíla um Mýrar- og Geirsgötu

Umferð eldsneytistankbíla er í besta falli varhugaverð um þröngar götur um miðbæ Reykjavíkur og framhjá gömlu höfninni, hótelum og ferðaþjónustufyrirtækjum í hvalaskoðun og veitingastöðum en gamla hafnarsvæðið er nú iðandi af lífi og mikill fjöldi fólks er á þessu svæði daglega, alla daga vikunnar. Auk þess er almenn umferðarþungi um gatnamót Mýrar-, Ægis- og Geirsgötu komin yfir velsæmismörk. Ég vil ekki hugsa það til enda að tankbíll lenti í óhappi í miðbænum.

Points

Þarf að útskýra það nánar m.t.t. gríðarlegrar umferðar á þessari leið og fjölda ferðamanna og þjónustufyrirtækja á svæðinu?

Þröngar götur og mikil almenn umferð bíla og gangandi vegfarenda sem sækja þjónustu á þessu svæði. Þjónusta þarna hefur stóraukist á s.l. 5-10 árum sem og umferð gangandi vegfarenda og þjónustufyrirtækja af ýmsu tagi.

... og fá allt á Hringbraut, sem þolir það ekki heldur?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information