Hraðahindrunin verði fjarlægð þar sem hún hefur engan tilgang
Yfirleitt eru hraðahindranir settar upp að beiðni íbúa vegna ofsahraða ökumanna í hverfinu. Þarna er 50 km. hámarkshraði en eins og allir sjá þá er möguleikinn á því að keyra á ofsahraða upp Strandveginn mikill. Það eru göngustígar þarna yfir þar sem hindraninar eru og fólk stundar þetta svæði mikið á sumrin. Þessar hraðahindranir eru þarfaþing.
Þessi hraðahindrun fer mjög illa með bíla þó farið sé yfir hana á nánast engum hraða. Þessi hraðahindrum mætti hverfa eða vera löguð þannig að bílar séu ekki í stórhættu á að skemmast.
Hraðahindrun á Strandvegi ofan við fyrrum skólagarða á engan rétt á sér lengur, þarna sést varla nokkur maður á ferli fótgangandi og auk þess er hún úr lagi gengin þannig að hætta er á að bíllinn skemmist ef ekið er hraðar en 30 km/klst. Hún hefur fengið að aflagast í friði og aldrei verið löguð enda ekki í strætóleið. Þetta er dæmi um tilgangslausa hraðahindrun sem gerir ekkert annað en að valda vegfarendum ama, og kemur þannig óorði á aðrar hraðahindranir sem eiga meiri rétt á sér.
Þessi hraðahyndrun veldur því að meiri umferð fer í gegnum spöng og aðrar götur inní hverfum þar sem fólk finnur sér frekar leið framhjá þeim. Að auki er hún alltof há og jafnvel þó ekið sé yfir hana á mjög litlum hraða á bíllinn til að rekast uppundir. Þörf er að halda niður hraða. Betri leiðir væri t.d. hraða myndavélar eða þrengingar.
Ég ek þennan kafla daglega, og verð aldrei var við hraðakstur. Hraðahindrun á þessum stað hefur engan tilgang annan en að valda tjóni á bílum. Þessi lausn er almennt ofnotuð hérlendis, og kemur ekki í staðinn fyrir merktar gangstéttir.
Hef farið þarna um daglega í nokkur ár og veit því að það er alrangt að þarna liggi einhver mikilvæg gönguleið yfir Strandveginn. Ég bara man hreinlega ekki til þess að hafa nokkurntíma mætt fótgangandi manneskju á þessum stað. Það voru e.t.v. rök fyrir gangbraut þarna yfir meðan skólagarðarnir voru, en þau eru ekki lengur til staðar.
Þarna ganga börnin á milli hverfa í skóla og engin gangbraut né stígur á milli. Mikil þörf á að hafa þessar hindranir, þó kannski í öðru formi
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation