Gjaldskyld bílastæði

Gjaldskyld bílastæði

Setja gjaldskyld bílastæði á alla Snorrabrautina, Njálsgötu, Grettisgötu, Bergþórugötu og Barónsstíg svo íbúar eigi auðveldara með að fá bílastæði við heimili sín. Ástandið á svo sennilega á eftir að versna mikið þegar nýja Sundhöllin opnar svo í haust.

Points

I would like to see all of 101 set up with paid parking automats. I live on a street with free parking and it is constantly congested with rental cars. The city may as well make some money off the increased traffic.

Mikið af fólki sem vinnur í miðbænum teppir bílastæði íbúa á þessum stöðum - einnig er söngskólinn stórt vandamál og hvað þá þegar Sundhöllin opnar. Með gjaldskyldum stæðum er alla vegana reynt að beina fólki sem er utanaðkomandi í bílastæðahúsin eða upp að Hallgrímskirkju til að leggja.

Sem íbúi Bergþórugötu tek ég heilshugar undir þessa tillögu. Síðan framkvæmdir hófust við Sundhöllina hefur verið mikil bílastæðaekla í götunni, íbúum til ómældrar gremju. Fjölgun ferðamanna undanfarin misseri hefur síst verið til þess að bæta ástandið. Mér þætti ekkert óeðlilegt að koma á gjaldskyldu í gjaldfrjálsum hlutum gatnanna enda eru þeir mjög miðsvæðis.

Gjaldskyldu frá Snorrabraut vestur á granda.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information