Gönguleiðir og trjágróður á opna svæðinu neðan Víkurvegar

Gönguleiðir og trjágróður á opna svæðinu neðan Víkurvegar

Stórt svæði er fyrir neðan Víkurveg sem nýta mætti sem útivistarsvæði eða setja þar fallegar gönguleiðir sem tengjast síðan golfvellinum í aðra áttina og Grafarholtinu í hina áttina.

Points

Þarna eru leifar af gömlu þjóðleiðinni svo fara verður varlega. Ég er búinn að benda á þetta hér í "betri Reykjavík"

Ég hef oft velt því fyrir mér afhverju það séu ekki gönguleiðir á þessu svæði og meiri gróður. Það er ein gönguleið núna frá húsahverfinu og út í Grafarholt og hún er meðfram götunni og yfir brúnna, sem er mjög óaðlaðandi og vindasöm leið. Það sama mætti segja um leiðina frá húsahverfinu í áttina að golfvellinum, þarna er mikil náttúra sem gæti verið svo miklu aðgengilegri og fallegri.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information