Einhverra hluta vegna eru tvær pínulitlar klukkur yfir steinapottinum í Laugardalslauginni. Það að þær eru tvær breytir því ekki að þau sem sjá ekki mjög vel geta ómögulega séð hvað tímanum líður nema að vera í steinapottinum, og ef þau eru þegar þar þurfa þau varla tvær. Setjum stærri klukku í staðin fyrir aðra hvora svo hægt sé að sjá hvað klukkan er úr lauginni sjálfri.
Ég fer oft gleraugnalaus í sund. Ég geng ekki með úr, þannig að ég þarf að treysta á að geta séð á klukkuna. Klukkan mætti vera nógu stór til þess að fólk með takmarkaða nærsýni geti séð á hana.
Litlu klukkurnar þjóna takmörkuðum tilgangi þar það sést varla á þær annarsstaðar en úr steinapottinum sjálfum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation