Við skíðasvæðið er ekki gert ráð fyrir því að gestir geti snætt nesti á staðnum. Það þarf að setjast í snjóinn til að hvíla sig og borða nesti. Væri ekki einfalt mál að skella nokkrum borðum með áföstum sætum til að redda málunum.
það væri fínt að fá bekki með borði svo að skíðafólk geti snætt nesti sitt við svæðið.
Að bæta aðstöðu fólks þar sem það stundar útiveru og heilsubætandi athafnir er hvetjandi fyrir það, og það hvetur eflaust fleiri til þess að nýta sér aðstöðuna og eykur hugsanlega ánægju þeirra, þótt það sé líka gott að kíkja heim og borða nestið sitt þar :-)
Ég styð það, en þarna þarf að gera meiri úrbætur, s.s. í sleðabrekkunni við hlið skíðabrekkunnar þar sem eru slysahættur.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation