Taka í burtu umferðareyjuna á gatnamótum Strandvegar og Hallsvegar til að leyfa tvær akreinar yfir gatnamótin. Tvöfalda Strandveginn eða allavega lengja tvöföldunina.
Flöskuháls myndast mjög oft á Strandvegi frá norðri til suðurs. Beygjuakreinin er tiltölulega lítið notuð og væri betra að greiða fyrir umferð beint yfir gatnamótin. Sumir svindla sér í kringum eyjuna og skapa þeir hættu vegna þeirra sem færa sig yfir á vinstri akrein eftir gatnamótin. Einnig þyrfti að lengja tvöföldunina þannig að fleiri bílar komist að hlið við hlið áður en komið er að gatnamótunum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation