Betri bílastæðapassa-úrræði fyrir bíllausa / Better P-passes

Betri bílastæðapassa-úrræði fyrir bíllausa / Better P-passes

Margir íbúar miðborgarinnar kjósa að eiga ekki bíl en þurfa þó öðru hverju að leggja lánsbíl (eða fá gesti á bíl?). T.d. mætti úthluta eða leigja út einn passa fyrir hverja íbúð staðsetta á gjaldskyldusvæðum (eða kennitölu með lögheimili þar) sem væri þá hægt að færa milli bíla ef þörf væri á, frekar en að einskorða við bílnúmer. / I suggest that parking passes should be assigned to ID numbers or apartments rather than by car number.

Points

ekki slæm hugmynd en þetta býður samt upp á mjög mikið svindl og hrossakaup með þessa miða sem yrðu eftirsóttir og vel borgaðir af fólki sem vinnur í miðbænum og vill geta lagt þar án þess að borga.

Aukin þægindi fyrir íbúa sem eiga ekki bíl / more convenient for residents that don't own cars.

Alveg sammála. Allir íbúar ættu að eiga rétt á einum gestapassa. Til að koma í veg fyrir misnotkun þá mætti takmarka fjölda daga á ári sem passinn væri notaður.

Þeir sem eru með langtímaleigu á bílaleigubíl og þurfa oft að skipta um bíl vegna þess. Nú eða ef maður þarf að fara með bílinn á verkstæði og fá bílaleigubíl á meðan.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information