Hjólabátar væru frábær viðbót við afþreyingarmöguleika fjölskyldna á sumrin. Bátarnir gætu verið takmarkaðir við tjörnina við Hljómskálann þ.e.a.s. þar sem gosbrunnurinn er (Bjarkargötu megin). Það þyrfti mögulega að hreinsa upp tjörnina, steypa smá kant og gera litla flotbryggju. Þá væri hægt að vera með önnur vatnatengd leikföng á svæðinu. Það eru til alls konar útfærslur á hjólabátum, þetta væri tiltölulega ódýr viðbót við annars frábæran Hljómskálagarð.
Þetta væri frábær viðbót í afþreyingarmöguleikum fyrir fjölskyldur á sumrin. Hljómskálagarðurinn er töluvert nýttur en gæti verið enn betur nýttur með meira aðdráttarafli. Þetta er hentugt uppá strætósamgöngur og gæti verið frábært attraction fyrir túrista líka. Á kvöldin væri svo hægt að vera með rómantískari útgáfu af þessu með réttri lýsingu, gosbrunni og fleira, svona pínu gondóla stemmning.
Fuglalífið...
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation