Setja góða ljóskastara við hjólastíga, sérstaklega þ.s. stígur er í hvarfi fyrir gróðri og húsum. Einnig þarf að lýsa vel upp allar gangbrautir t.d. á Álfheimum.
Það verða að vera sérlega góðir ljóskastarar við gangbrautir og hjólastíga við umferðargötur t.d. þar sem hjólastígur skarast við Álfheima. Hjólreiðafólk kemur á fullri ferð bak við bensínstöðina og hjólar á fullri ferð yfir, þvert fyrir akandi umferð. Mikið myrkur er þarna á vetrum. Einnig þarf að lýsa upp allar gangbrautir, svo gangandi vegfarendur sjáist. Annars er mikil slysahætta.
Þetta er öryggismál þar sem það hefur verið ráðist á fólk þarna í grenndinni.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation