Mér finnst vanta fleiri löglegar gangbrautir í hverfið því það er allt og mikið af ólöglegum gangbrautum þar sem ætlast er til að gengið er yfir ómerktar hraðahindranir til að komast yfir götur í hverfinu og þetta skapar mikla hættu fyrir gangandi vegfarendur því þar eiga þeir ekki forgang.
Til dæmis við stoppistöðin í Skógarseli við ÍR þar er engin gangbraut til að ganga fyrir götuna þegar farið er í strætó, þar eru tvær kubba hraðahindranir þar sem flestir ganga yfir en gangandi vegfarandi á enga forgang þar, mér finnst þetta ekki boðlegt fyrir gangandi fólk og alls ekki fyrir börn.
Því miður er eru fjölmargar "gervi" gangbrautir í Seljahverfinu. Algjört forgangsmál að laga það til og merkja þar sem börn eru mest á ferð eins og t.d. við Ölduselsskóla og ÍR.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation