Við búum öll nálægt sjónum en erum MJÖG aftarlega í sjósporti m.v. þau lönd sem liggja að sjó. Skerjafjörðurinn liggur að Reykjavík, Seltjarnesi, Kópavogi og Garðabæ/Álftanesi. Það er fremur stutt í land og öryggið því ágætt. Það þarf að koma upp aðstöðu til að fólk geti mætt og stundað sjósport að ýmsu tagi. Rétt eins og fólk getur mætt í ræktina (sturtu, búnaðageymsla osfrv). Í dag er eingöngu aðstaða fyrir örfáa kayak-a og kænur í Nauthólsvík...auk þess sem sú aðstaða er fyrir löngu sprungin.
Það mætti nýta húsnæðið fyrir reiðhjólafólk, skokkara og fleiri sem vilja geta mætt, stundað sýna útivist fyrir eða eftir vinnu og komist síðan í sturtu á staðnum. Það væri hægt að skipta húsnæðinu niður fyrir ýmsa útivist. Svona aðstöðu vantar alveg í Reykjavík. Húsnæði Svifflugufélagsins í Skerjafirði er t.d. alveg við sjóin og eingöngu nýtt sem verkstæði og geymsla. Þyrluskýlin sem standa við sjóin væri líka kjörin í þetta. Þarna rétt hjá er sandströnd sem hentar vel fyrir sportið.
Frábær hugmynd sem eflir lýðheilsu borgarbúa með því að fjölga hreyfimöguleikum fyrir áhugasvið víðari hóps.
Aðgengi að sjó í Reykjavík er erfitt, búið að fylla strandlengjuna af stórgrýti. Börn elska að skoða lífið i fjörunni og róður á kajak og annað sjósport er holl útivist og skemmtileg.
byggja upp fyrir alla sem stunda sjósport og hjólafólk þarf kannske aðstoðu líka. Seglbátar (kænur og kjölbátar) er ógn af brúnni, kæjakar, stórir og litlir árabátar, koma upp kappróðrarliðum, seglbretti, brettin sem eru vinsæl úti til að róa á, sjósundsfólk o.fl. o.fl. möguleikar. Hugsa stórt, það eru alltof margar pínu litlar einingar sem kemur ekkert út úr nema drekkja þeim fáum sjálfboðalíðum sem byggja þær upp og svo dalar allt þegar þeir fara. Hugsa sameiginlega aðstöðu GB-Kóp-Rvik-Seltjar
Mjög æskileg lýðheylsu og afþreyingarhugmynd
Sjó- og vatnasport er vaxandi afþreying, sem leiðir af sér heilbrigðan lífstíl og íþróttamennsku líkt og tíðkast í nágrannalöndunum á mun breiðara sviði. Til þess þarf grunninn, hvatann, aðstöðuna. Með - alveg klárlega
Aðalskipulag Reykjavíkur heitir Borgin við Sundin. Á nær öllum skipulagsteikningum eru myndir af skemmtibátum af öllum stærðum og gerðum. Eigi að síður er nær ekkert aðgengi að sjó í Reykjavik. Eigandi að bát getur hvergi sjósett bát án þess að fá til þess sértstakt leifi. Öll pláss við flotbryggjur upptekin. Búið að loka fyrir aðgegni að sjó með ylströndinni fyrir kayaka og smábáta. Það er svo sannarlega kominn tími á að Reykjavikurborg taki sig saman í andlitinu og sinni þessum málaflokki.
Facebook Leitaðu að fólki, stöðum og hlutum Arnþór Heim Vinabeiðnir 2 Skilaboð Tilkynningar Aðgangsstillingar Kayakhöllin @Kayakhollin Heim Um Myndir Líkar þetta Viðburðir Myndbönd Innlegg Búa til síðu Kann að meta Í vöktun DeilaMeira Senda skilaboð Kayakhöllin · 7 klst. · Stækkum sjósport á Íslandi með því að kjósa. Það geta allir kosið :) hverfid-mitt-2017.betrireykjavik.is/post/10478 Aðstaða fyrir sjósport og útivist í Skerjafirði. Við búum öll nálægt sjónum en erum MJÖG aftarlega í sj
Reykjavíkursvæðið er frá náttúrunar hendi eitt ákjósanlegasta svæði, til að stunda sjósport, sem til er. Allar vindáttir nýtast og allur vindur sem er í boði gefur sjósporti hvort sem það er á sjókayak, brimbretti og kitesurf sem eru vaxandi allstaðar í heiminum og þegar búið er að yfirstíga vandamál sem tengjast ofkælingu með viðeigandi fatnaði sem nú er orðinn á viðráðanlegu verði ætti að vera hægt að sjá þessar íþróttir komast á hæsta stig hér í borg.
Frábær hugmynd fyrir skemmtilegt sport. Flott að hafa líf út á sjó allt árið😀
Það skiptir máli að hafa gott aðgengi að sjó með kayaka því erfitt getur verið fyrir eina mannseskju að halda á kayak langar vegalengdir. Í Kaupmannahöfn eru yfir 30 kayakklúbbar með virku starfi allra aldurshópa. Best væri að hafa hreina sandströnd sem er aðskilin. Búið er að banna kayakfólki að fara með báta um ylströndina á sumrin.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation