Menningarmiðstöð í Laugalækjarskóla

Menningarmiðstöð í Laugalækjarskóla

Tilvalið er að nýta skólann á kvöldin fyrir menningarmiðstöð. Miðstöðin væri klúbbur án áfengis fyrir íbúa í hverfinu. Þar væru námskeið, lýðræðislegir borgarafundir, fundir fyrir ýmsa grasrótarstarfsemi og listamenn. Í salnum væri hægt að halda viðburði. Allt væri sem ódýrast fyrir klúbbmeðlimi enda væri verið að nýta húsnæði þar sem önnur starfsemi er í gangi. Klúbbur fyrir íbúa hverfis og aðra Reykvíkinga (líka hælisleitendur og ríkisborgararéttur ekki nauðsyn), samfélagsathvarf án túrista.

Points

Í Reykjavík þrengir að íbúum. Til þess að vera samfélag þurfa Reykvíkingar að upplifa sig saman í rými með samborgurum sínum. Þótt ferðamenn séu velkomnir í borgina, þurfa íbúar að hafa athvarf án þeirra. Þetta er rými til þess að upplifa sig í samfélagi við nágranna sína. Gott væri að hafa miðstöð í hverju hverfi og í einhverri dagskrá miðstöðvarinnar gengju íbúar hvers hverfis fyrir í sinni miðstöð. Lagt væri upp með að aðgengi væri gott fyrir hælisleitendur, innflytjendur og aðra jaðarsetta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information