Útbúa fjarvinnustöð í Grafarvogi með því helsta sbr. borð, stólar, internet, skjáir, smá eldhúsaðstaða og slíkt. Reykjavíkurborg myndi svo gera samstarf við stór fyrirtæki og bjóða þeim aðstöðu fyrir starfsmenn sína - Kostir: styttum ferðatíma til vinnu, heilsusamlegt að labba/hjóla til vinnu, spörum bilastæði í miðborg, léttum á umferðinni úr Grafarvogi, eflum atvinnulíf á staðnum, nýtum vannýtt húsnæði (Egilshöll/Miðgarður etc.). Sem dæmi vinna 83 manns í póstnr. 112,113, 270 í mínu fyrirtæki.
Stytta ferðalag og ferðatíma í vinnu. Stytta vinnutíma starfsmanna til vinnu - fá betri nýtingu úr deginum. Reyna að fækka umferð úr Grafarvogi. Heilsusamlegt að fjölga þeim sem labba/hjóla til vinnu. Nýting á húsnæði sem annars er vannýtt. Eflir atvinnulíf og mannlíf í Grafarvogi. Hjálpar fyrirtækjum sem eru með stútfull bílastæði í bænum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation