Hellulagðar hraðahindranir við gatnamót Skógarsels og Öldusels þarfnast endurnýjunar.
Hraðahindranirnar í Skógarseli við Öldusel hafa verið ónýtar núna í a.m.k. tvö ár og kominn tími á að laga þær. Þetta eru hellulagðar hraðahindranir en fremstu hellurnar í báðar áttir eru brotnar eða horfnar og því mikið högg sem kemur á bíla þegar ekið er yfir þær, þótt farið sé hægt.
er algerlega sammála þessari tillögu, mætti líka kíkja á hraðahindrunina innst í götunni, Öldusel-Tungusel, alveg skelfileg staðsetning akkúrat í beygjunni, og svo safnast alveg hellingur af snjó á henni á veturna..
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation