Minnka umferðarálag inn í miðborgina með því að flytja BSÍ í Skeifu eða Mjódd eða að miðpuntki framtíðar-léttlínukerfis. Sjá rök s.s. Óþarfi að ferja alla túrista alveg inn í miðborg, hótelbyggingar leita í nálægt við umferðarmiðstöðvar o.fl.
Núverandi umferðarmannvirki bera ekki núverandi umferð út á tangann sem miðborgin stendur á. Þétting byggðar, fjölgun hótela og þrengingar gatna, stórir framtíðar-vinnustaðir (LSP, Háskólar o.fl) munu auka umferð vesturfyrir Löngu- og Öskjuhlíð. Óþarfi að ferja túrista alveg inn í miðborg. Til að koma meira lífi í úthverfi og dreifa túristum á önnur hverfi er kjörið að aðal-terminal BSÍ verði miðlægar á höfuðb.svæðinu. Hótel leita í nálægð við umferðarmiðstöðvar og þá færast hótel úr miðborg.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation