Opna fyrir lækinn sem rennur undir Lækjargötu, byggja göngubrú og útbúa göngustíg. Bílaumferð beint frá Kvosinni og Lækjargötu.
Lækurinn undir Lækjargötu hefur runnið í holræsi í meira en heila öld. Á síðustu árum hafa komið fram hugmyndir um að opna hann. Það yrði mikil andlitslyfting fyrir miðbæinn en á sama tíma tenging við uppruna borgarinnar. Það mætti hugsa sér göngustíg meðfram læknum og göngubrú þar sem nú heitir Skólabrú. Í leiðinni þyrfti að beina bílaumferð frá svæðinu og frá Kvosinni.
Sæll Viðar. Það er líklegast rétt athugað. Ég set hana þar inn.
Sammála þessu. En Sigurður Hr. Sigurðsson tillögusmiður, á þessi hugmynd ekki heima annarsstaðar á vefnum? Undir: Miðborgin 2017
Mér finnst svona lúxusverkefni eigi ekki að framkvæma meðan grunnþjónustan eins og leikskólar eru í vandræðum með fjármagn.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation