Staurar til ad halda bílum af gangstétt við Faxafen

Staurar til ad halda bílum af gangstétt við Faxafen

Það er alveg magnað hvað ökumönnum er tamt að leggja upp á gangstétt við Faxafenið hjá Hananum, Freskó og Spilavinum, þannig að reiðhjól og barnavagnar komast ekki fram hjá.

Points

Súlur sem koma í veg fyrir að bílar komist upp á gangstétt er ein leið til að leysa það. (Aðrar aðferðir vel þegnar líka).

Kannski hafa bogar sem einnig mundi virka sem hjólastæði? Þá mætti setja þarna stóra blómapotta eða runnur. En líklega er þetta í einkaeigu. Borgin gæti styrkt einkaaðila til að gera þetta, nú eða gefa eigendur þessa "uppfærslu".

Þetta er eitt af hönnunrslysum borgarinnar, því lóðinni tilheyrir innri gangstéttin, sem svo býr til kant niður á ytri gangstéttina (þá sem fólk ákveður að sé bílastæði). Ég stend í þeirri trú að ytri gangstéttin sé borgarinnar.

Þetta er vandamál allstaðar á Íslandi. Lausnin er miklu hærri sektir. Þá hættir fólk þessu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information