Lágreist grindverk og göngustíg hjá villta skóginum

Lágreist grindverk og göngustíg hjá villta skóginum

Hjá skátaheimilinu við Sunnuborg liggur óskaleið sem kallar á að verði að göngustíg. Þar við hliðina er villt svæði sem vex hátt og fallega á sumrin. Það mætti girða af með lágreistri girðingu til að merkja að svæðið eigi að vera eins og það er, enda mikið heimsótt á sumrin af krökkunum í Sunnuborg (plönturnar vaxa vel yfir höfuð hæð þeirra).

Points

Persónulega er ég hrifinn af þessu villta litla svæði og vil gjarnan að það fái ákveðinn sess; einhvers konar "þetta á að vera svona" stimpil. Girðingin er ein leið til að gera það. Kannski eru aðrar betri hugmyndir til líka?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information