Á milli Sólheima 25 og 21 við skátaheimili Skjöldunga liggur grænt svæði. Með því að slétta hluta af svæðinu og útbúa grasflöt mætti auðveldlega útbúa fjölnota svæði. Svona flöt hafa skátarnir áhuga á að nýta í starfi sínu með krökkum úr hverfinu og á námskeiðum á þeirra vegum á sumrin og einnig gætu þeir boðið upp á uppákomur tengdum hverfisviðburðum. Flötina gætu íbúar hverfissins nýtt sem frístundasvæði svo sem fyrir útileiki, boccia eða hverfisgrill. Flötin gæti einnig nýst Bókasafninu.
Slétt grasflöt á þessum stað myndi nýtast ungum sem öldnum íbúum í hverfinu hvort sem er fyrir samveru, leik eða útiæfingar. Skátafélagið Skjöldungar eru boðnir og búnir til þess að hafa svæðið í fóstri.
Tími til kominn að koma þessari órækt í notkun. Frábært að leyfa Skátunum að taka svæðið að sér með stuðningi frá borginni.
Frábær hugmynd. Þetta svæði hefur verið ónotað í miðju hverfisins í áratugi og þyrfti lítið til að gera það að hjarta hverfisins þannig að það nýttist skátunum, sambýlinu, leikskólunum og íbúum hverfisins.
Það er frábær hugmynd að gera þessa órækt að fjölnota aðlaðandi svæði fyrir íbúa Laugardalsins.
Nú þetta er svo gefandi starf og að fá geta byggt úr trönum og búið til varðeld er eitthvað sem er svo að detta upp fyrir sig. Þetta er nú bara snilld :)
Snilldarhugmynd!
Odyr og einfold leið til að bæta við grænu svæði i hverfinu.
Einstakt tækifæri að gera gott hverfi enn aðlaðandi og góðir möguleikar fyrir fjöllskyldur .
Ég virðist ekki lengur getað kosið þessa hugmynd svo hún fær mitt atkvæði í athugasemdum. Það er til fyrirmyndar að skátarnir taki þetta ónýtta svæði í fóstur.
Sammála, þurfum flelri "samverusvæðí" í hverfinu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation