Útbúa eitt almennilegt leiksvæði í miðborginni fyrir fjölskyldufólk. Vera með lítið hús þar sem hægt er að fara með börnin á snyrtileg klósett og skipta á bleyjum (t.d opið um helgar). Slíkt aðstaða er á öllum betri leikvöllum í Stokkhólmi sem mætti taka til fyrirmyndar. Þar er líka mikið úrval af afþreyingu fyrir börn á öllum aldri, bæði leiktæki og heimatilbúnum ódýrum lausnum eins og kúluspils braut, barnaeldhús o.fl. Hljómskálagarður væri tilvalinn til þess að betrumbæta og gera aðlaðandi.
Það eru þrjár tillögur amk á Betri Reykjavík þess efnis að bæta Hljómskálagarðinn - sem sýnir mikilvægi þess að gera eitthvað!
Skortur er á aðlaðandi útivistasvæðum þar sem börn á öllum aldri finna eitthvað við sitt hæfi. Aðgengi að góðu salerni er nauðsynlegt til þess að gera daginn ánægjulegan fyrir alla fjölskylduna. Hægt væri að bjóða uppá enn fleira í þessu litla húsnæði. T.d til geyma útidót sem hægt er að leika með á opnunartíma. Selja pylsur til að setja á útigrillið, uppáhellingur sem foreldrar geta keypt sangjörnu verði ofl. Allir sem hafa komið á þessa leikvelli í Svíþjóð vita hversu mikil snilld þeir eru.
Eg for með börnin mín þrjú a svona leikvöll í Stokkhólmi síðasta sumar og þeir eru æðislegir. Börnin léku ser allann daginn og voru þvilikt ánægð með þetta. Ég er algjörlega sammala um að setja svona leikvöll 😊
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation