Í hafnarborginni Reykjavík eru fáir staðir eftir til þess að sjósetja báta af kerru. Svokallaðir rampar eru orðnir sjaldséðir og við strandlengjuna í Grafarvogi þar sem tugir kílómetra liggja að sjó er aðeins einn svona sjósetningarstaður en sá rampur er orðinn mjög lélégur.
Það ætti að vera sjálfsagt mál að það séu nokkrir opnir sjósetningastaðir í Borginni, sem ekki eru í einkaeigu. Borgin hefur undanfarin ár sett risagrjót á veginn sem liggur að rampinum í Grafarvogi (á bak við Áburðarverksmiðju) sem er auðvitað algjört skilningsleysi á málefninu. Þarna væri auðvelt og ódýrt að laga þann sem nú er að halda þessu opnu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation