Setja upp 2 eða fleiri tennisvelli í Seljahverfi til þess að styðja við fjölbreytta íþróttaiðkun í hverfinu. Þetta mun auka hreyfingu á meðal íbúa hverfisins á öllum aldri. Nokkur svæði eru tilvalin í þetta dæmi: grasbletturinn við Jaðarsel hjá Krónunni, eða grasflöturinn fyrir neðan Ölduselsskóla sem aparólan er/var.
Mikið er lagt upp úr Breiðholti/Seljahverfi sem íþróttahverfi og hefur verið ágætis uppbygging fyrir fótboltann og körfuboltann í hverfinu. Mjög erfitt er að finna ókeypis aðgang að tennisvölum fyrir almenning og tilvalið að nýta mikið af auðum svæðum í Seljahverfi fyrir slíkt til þess að auka meðvitund um fjölbreytta íþróttaiðkun.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation