Koma ætti fyrir kryddjurtabeðum víðsvegar um borgina þar sem borgarbúar gætu gengið að algengum kryddjurtum sem þrífast vel á Íslandi, t.d. graslauk, myntu, blóðberg og oreganó. Beðin gætu verið í almenningsgörðum (Hljómskálagarðinum, Klambratúni o.fl.), við skóla og á opnum svæðum sem eru annars lítið nýtt (t.d. tún við sundlaugar, auð svæði við leikvelli).
Það getur verið erfitt, dýrt og óumhverfisvænt að kaupa þær kryddjurtir í búð. Ýmsar kryddjurtir vaxa vel á Íslandi, sérstaklega á Höfuðborgarsvæðinu þar sem er milt veðurfar og skjólgott. Sameiginleg kryddjurtabeð fyrir borgarbúa væru umhverfisvæn leið til að sjá borgarbúum fyrir kryddjurtum. Beðin myndu einnig mynda persónuleg tengsl borgarbúa við matinn sem þeir borða og vekja þannig upp náttúrukennd meðal þeirra.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation