Íþróttahús í laugardalinn

Íþróttahús í laugardalinn

Hvað viltu láta gera? Láta byggja stórt og flott íþróttahús í laugardalnum Hvers vegna viltu láta gera það? Laugardalshöllin er eina íþróttahúsið í laugardalnum með góða og flotta aðstæðu og það eru svo hrikalega margir iðkendur í íþróttum í laugardalnum. Höllin nær alls ekki að halda um alla, það er dýrt og æfingarnar fella of oft niður.

Points

Það vantar aðstöðu innan hverfis fyrir börn og unglinga sem æfa körfubolta hjá Ármanni.

Kæra viðtakandi, Börn í laugardalinn hafa lítil sem engin tækifæri að fá stunda íþróttir innanhús eins og gerist í önnur hverfi. Íþróttahús er grunnforsenda þess til að halda úti skipulagði íþróttastarfi fyrir innanhúsíþróttir og þar mán nefna handbolti,blak,körfubolti og svo framvegis. Hverfið er að vaxa hratt og með tilkomu íþróttahúsi mun það uppfylla þarfir barna/fjölskyldur og um leið sömu tækifæri eins og aðrir. Húsið þarf að vera með að minsta kosti tveir keppnisvelli í handbolta að stærð

Mjög mikil þörf á íþróttahúsi. Þrír stórir grunnskólar eru í hverfinu og enginn þeirra hefur fullnægjandi aðgang að íþróttahúsi. Ármann er með eina af stærstu körfuknattleiksdeildum landsins og stækkar hratt. Þróttur þarf mikla aðstöðu fyrir blak og handbolta ásamt aðstöðu inni fyrir yngstu iðkendurna í fótbolta. Hús með þremur körfuboltavöllum og tveimur handboltavöllum yrði fullnýtt strax og þörf er á frekari aðstöðu á næstu árum þar sem fjölga á í hverfinu um 5000 manns fyrir 2030.

Óhætt að taka undir öll þessi rök. Laugardalurinn er langt á eftir öðrum hverfum þegar kemur að íþróttahúsi fyrir skóla og íþróttafélög. Ekkert íþróttahús er við Lauglækjarskóla, við Langholts- og Laugarnesskóla eru lítil hús og við Vogaskóla er hús í eigu ríkisins. Hverfisfélögin tvö, Þróttur og Ármann búa líka við aðstöðuleysi og samstarfið við Ráðstefnu og íþróttahöllina í Laugardal hefur aldrei gengið upp. Skorað er á borgina að standa með íbúunum og mismuna þeim ekki áfram.

Laugardalurinn er eitt barnmesta hverfi borgarinnar og vantar sárlega uppá aðstöðu fyrir íþróttastarf. Er með einn í körfu sem að þarf reglulega að fella niður æfingar hjá vegna viðburða í Laugardalshöll. Blak lið Þróttar æfir ekki í hverfinu, hefur ekki aðstöðu. O.s.f.v.

Þróttur þarf húsnæði

Stórt fjölnota íþróttahús fyrir fótbolta, handbolta og körfubolta. Alltof margir iðkendur sem fá lítið pláss vegna annara viðburða í Laugardalshöll. Landsliðin hafa verið að keppa þar á undanþágu vegna þess að hún er ólögleg til alþjóðlegra keppnisleikja. Húsið gæti verið fyrir ofan fjölskyldu og húsdýragarðinn í stað geymslu sendibíla. Svo væri þá lika möguleiki á að halda Eurovision....ef við vinnum einhverntímann!

Eins og er þá er ekkert íþróttahús fyrir börn og unglinga í hverfinu. Þau þurfa alltaf að láta undan þegar eitthvað er um að vera í Laugardalshöll. Það er ótrúleg gróska í barna- og unglingastarfi t.d. í körfubolta en þau endast ekki með félaginu því aðstaðan er svo bágborin. Það þarf íþróttahús fyrir hverfið sem íbúar geta gengið að vísu og ekki alltaf þurft að víkja þegar eitthvað annað er í gangi.

Það er mikil þörf fyrir Þrótt að fá íþróttahús og betri aðstæður fyrir innanhúsíþróttir, knattspyrnu og almenn félagsstörf. Þörfin hefur verið til staðar í mörg ár enn er nú meiri við fjölgun í öllum hverfum í kringum dalinn. Það er ósanngjarnt að Þróttur sem hverfisfélag situr ekki við sama borð og önnur hverfisfélög í borginni þegar kemur að aðstæðum til að stunda íþróttir innanhús. Rökin eru því augljós, eftirspurn er eftir innanhúsíþróttum og borgin/Þróttur er ekki með húsnæði sem hentar.

Það sem Ásmundur sagði.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information