Hvað viltu láta gera? Ég vildi gjarnan sjá að byggt yrði við eða ofan á Borgarbókasafnið í Sólheimum. Hvers vegna viltu láta gera það? Íbúum hefur fjölgað töluvert í hverfinu síðastliðin 10 ár, ekki síst börnum á leikskóla- og grunnskólaaldri, og annar safnið varla þeim fjölda sem býr í hverfinu né getur boðið upp á safnkost við hæfi vegna plássleysis. Hlutverk og starfsemi Borgarbókasafnsins hefur breyst heilmikið á síðustu árum og er nú í auknum mæli boðið upp á viðburði og fræðslu fyrir alla aldurshópa auk þess sem áhersla er lögð á bjóða upp á rými til lestrar og lærdóms. Aðstaðan í safninu býður ekki upp á viðburði, nema með miklum tilfæringum og á þann hátt að ekki er aðgengi að safnkostinum á meðan fyrir þá sem vilja taka sér að bækur eða annað að láni. Rými til lestrar og náms er af mjög skornum skammti þó notendur safnsins hafi reynt að gera sér að góðu þá litlu aðstöðu sem fyrir hendi er. Því væri það frábært og í þágu íbúa hverfisins að fá hæð ofan á safnið sem innihéldi fjölnotasal.
Safnið er skemmtilega staðsett í þessu fjölmenna hverfi og gæti spilað enn stærri rullu en það gerir. Mjög góð hugmynd að stækka safnið!
Safnið hefur verið eins í marga áratugi og maður finnur að það er allt of lítið,en þjónustan er alltaf góð
Sólheimasafn er frábært bókasafn sem getur orðið enn betra. Það er góð lóð í kring þannig að auðvelt ætti að vera að byggja nýtt og stærra safn, þar sem gæti rúmast allt sem þarf á nútímabókasafni. Bókasafn er svo miklu meira en bara bækur, það er fjölþætt menningarstofnun. Fólki er að fjölga í hverfinu og mikið er um barnafólk. Mig minnir að húsið hafi í upphafi átt að vera með sérstaka áherslu á börn, man sem barni fannst mér hátt til lofts og vítt til veggja .... Byggjum fallegt safn
Frábær hugmynd og hjartanlega sammála. Alveg aðeins of lítið bókarsafn miðað við fjölda íbúa í hverfinu.
Það væri notalegt að hafa kaffihús á safninu með útisvæði
Góð hugmynd. Þróa mætti safnið sem hverfismiðstöð fyrir alla sem hér búa, ekki bara skólabörnin, en þau líka auðvitað. Bókasöfn víða um heim ganga nú í gegnum miklar breytingar og finna sér nýtt hlutverk. Það þarf Sólheimasafnið líka að gera.
Safnið spilar stóra rullu í hverfinu, ekki síst fyrir eldri borgara og svo má líta til þess að þetta hverfi er vinsælt fyrir barnafólk og safnið er skjól fyrir ungviði á öllum aldri
Augljóslega góð hugmynd
Starfsemi bókasafna hefur blómstarað undanfarin ár og ýmsir viðburðir og mennig í boði fyrir nágrennið, sem hefur ekki ekki er pláss eða aðstaða til núna.
Sólheimasafn er dásamlegur staður og það þarf að passa að það drappist ekki niður og verði svo fært annað. Mest af afþreyingu og menningu í Laugardals-hverfinu er í Laugarneshverfinu og mér finnst oft Voga- og Heimahverfið vera útundan þegar rætt er um Laugardalinn. Það er mikilvægt fyrir okkur að halda safninu þar sem það er og byggja það áfram upp á þessum stað.
Þetta hljómar eins og algjör no-brainer fyrir mér. Sálin í húsinu (og hverfinu) er yndisleg og ef eitthvað er þá hún skilið að fá að teygja aðeins betur úr sér 🥰
Safnið í Sólheimasafni er löngu sprúngið!
Það væri dásamlegt að fá stærra safn með kaffikrók á móti sól
Tek undir þetta og að það mætti þróa safnið áfram, hafa fleira en bækur í boði til láns og fleiri viðburði fyrir börn og fullorðna.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins og skipulagsferli hugmyndarinnar er of langt fyrir tímaramma Hverfið mitt. Hugmyndinni þinni verður komið áfram sem ábendingu til Borgarbókasafnsins. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation