Göngustígur upp með Klébergslæk - milli fjalls og fjöru

Göngustígur upp með Klébergslæk - milli fjalls og fjöru

Hvað viltu láta gera? Útbúa göngustíg samsíða Klébergslæk, frá sjó og að Barnalundi. Jafnvel áfram í gegnum ræsi undir Vesturlandsveg. Hvers vegna viltu láta gera það? Auka við göngustíga kerfi hverfisins. Barnalundur er án aðgengis eins og er, engir stígar liggja að honum né þrep frá akvegi (Víkurgrund). Klébergslækjarstígur myndi skapa tengingu milli fjörustígs, stígarins milli hverfis og skóla/leikskóla/Klébergslaugar. Og svo Barnalundar og komandi hundagerðis. Væri stígurinn lagður áfram í gegnum ræsis stokk undir Vesturlandsveg upp að rótum Esjunnar væri komin tenging milli fjalls og fjöru. Íbúar Kjalarness og gestir svæðisins gætu þannig notið svæðisins milli sjávar og sveita. Farið gömlu póstleiðina, skoðað uppgang í skógrækt, farið í fjallgöngu, kíkt á gamlan skeiðvöll eða skellt sér í sjósund. Tengjum þetta allt saman

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information