Hvað viltu láta gera? Í stað göturæsis og akvegar yfir Klébergslæk við sjó vil ég sjá haganlega smíðaða brú sem þolir alla umferð, nema vélknúin ökutæki. Brúin yrði til heiðurs Búa úr Kjalnesingasögu sem fór meðfram sjó á leið sinni frá Brautarholti en honum var veitt eftirför frá Hofi. Þorsteinn á Hofi hafði fengið Búa dæmdan skógarmann fyrir Kjalarnesþingi vegna rangs átrúnaðar (vildi ekki blóta). Steinbrú úr grjóti af svæðinu væri vísan í steina sem Búi týndi af Klébergi og notaði slöngu til að verjast eftirförinni við Klébergslæk. Viðarbrú myndi vísa til áður skógi vaxins Kjalarness og fæðingarstaðar Búa að Brautarholti, auk þess sem hann var sekur skógarmaður. Hvers vegna viltu láta gera það? Búabrú væri augnayndi og hvetjandi fyrir alla umferð um svæðið, að undanskildum vélknúna umferð. Það er ekki góð þróun né á staðfestu skipulagi að hafa þarna akveg. Þjónustubifreiðar framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar geta nýtt sér veginn áfram en þurfa að koma frá íþróttahúsi og að læk, síðan frá hverfi og að læk. Brúin hindrar gegnumkeyrslu ökutækja meðfram sjónum, sem veitir öryggi fyrir gangandi umferð (hjól, hesta) og raskar ekki ró þeirra sem búa næst sjónum. (myndir af steinbrú eru birtar með góðfúslegu leyfi Óskars Jónssonar).
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation