Setja upp skilti í Kvosinni til að minna rútubílstjóra á að drepa á stórum bílum og draga úr mengun
Stórum rútum og svokölluðum sprinterum hefur fjölgað til mikilla muna í Miðborginni. T.d. er stöðugt rennerí á rútum í þröngum miðbæjargötum, s.s. í Garðarstræti, Vonarstræti, Bergstaðastræti og víðar. Bílstjórar virða lítið bann við rútuakstri í miðborgarkjarnanum, hvað þá að þeir drepi á bílunum þegar beðið er eftir farþegum fyrir utan gististaðina. Borgaryfirvöld þurfa að gera átak í því að auka vitund bílstjóra um truflun og mengandi áhrif stórra bíla í innsta borgarkjarnanum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation