Skilja ætti að Árbæinn og Norðlingaholt sem póstnúmer, hverfi og skipulagseiningar. Aðskilnaður myndi ýta undir sjálfstæða og vonandi þegar fram líða stundir sjálfbæra þróun Norðlingaholts sem einingar innan Reykjavíkurborgar - í stað núverandi myndar þar sem það skilgreinist sem ómagi á Árbænum. Svo mikill ómagi að Borgarstjóri sjálfur sá ekki ástæðu til að eyða tíma í umræður um NH. eitt og sér - heldur lýsti því yfir að "menn hefðu átt að ræða það með Árbænum sem var fyrr á dagskrá".
Sem stendur eru tvær landfræðilega sjálfstæðar skipulagseiningar hafðar sem ein skipulagseining í borgarskipulagi. Ókostirnir við slíka högun er að alltaf þegar kemur upp á yfirborðið að eitthvað vanti eða þurfi úrbóta í Norðlingaholti er einfaldlega vísað til þess að "það sé þegar til staðar í hverfinu" - og átt við Árbæinn. Íbúum NH. er gert að sækja verslun og þjónustu aðra en leik- og grunnskóla í Árbæ eða Kópavog. Stætisvagnar eru einnig skipulagðir mtt. "heildar" (Árbæ).
Það vantar Klárleg lágvöruverslun í norðlingaholt annað enn olís
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation