Sparkvöllur

Sparkvöllur

í dag er hræðilega illa farin túnflötur milli Fífusels, Dalsels, Engjasels og Flúðasels. Legg til að að þar verði settur góður sparkvöllur með gervigrasi og girðingu fyrir krakkanna. Væri ágætis ábót við leikvöllinn sem var nýlega uppgerður.

Points

Túnið sem núna notast sem fótbolta völlur er mjög illa farið. Skipt var um þökur á því ekki fyrir löngu og eftir það hafa börn nánast hætt að spila bolta þarna þar sem grasið er svo misjafnt og þúfum þakið. Í dag eru held ég bara 2 sparkvellir sunnann við Breiðholtsbraut, einn hjá hvorum skóla. Blokkirnar í Seljunum þarna í kring eru þéttasta byggðinn

Frábært hugmynd, þetta er stórt svæði sem er illa nýtt. Myndi klárlega auka barnajölda á þessu örugga svæði í seljahverfi og æðislegt að hafa leikvöllinn við hliðiná!

það er gott að hafa völlur fyrir allar

Frábær hugmynd, aldist upp í hverfinu og þarna var mikið fjör á sumrin. Sem faðir í dag er þetta kjörið svæði til að bæta við afþreyjingu fyrir börnin í hverfinu, sé fyrir mér sparkvöll ásamt stuttum körfuboltavelli eða handboltavelli sem er raunhæft markmið. Mun svo áfram láta mig dreyma um minigolf völl í brekkunni fyrir neðan þar sem við strákarnir grófum glös og púttuðum í gamla daga.

Það er rétt að krakkarnir hættu að nota sparkvöllinn ári eftir að túnþökurnar voru settar á. Þarf að laga það sem veldur þessu. Var ágætis nýting fyrir "lagfæringu"

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information