Garður á Vitatorg

Garður á Vitatorg

Gera fallegan garð við Vitatorg til að eldri borgarar á svæðinu geti notið útivistar.

Points

Núverandi ástand Vitatorgs er hellulögð hörmung. Hér er tækifæri til að móta grænan reit sem að sá stóri hópur eldri borgara sem búa við torgið gætu notið á góðviðrisdögum. Hverfisgatan er orðin glæsileg og fallegur lítill garður á þessu svæði myndi sóma sér vel.

Ég fylgi þessu málefnalega og skrifa hérna megin. Margt þarf þó að breytast hér. Það þarf að hjálpa ógæfumönnum torgsins. Að auki þarf nýja lausn í loftun bílakjallara. Nú stendur spýjan af útblæstri yfir þetta torg úr hávaðasamri viftu í lyftuturni. Torginu til upplyftingar væri frábært að sjá aðstöðu sem gleður og nýtist vegfarendum. Gaman væri að hafa: vatnsbrunn, hvatningu/aðstöðu til að róa hugann, mála, teygja úr sér, ***allt í lagi þá* ég vil ekki hávaðasöm leiktæki in my back-yard :)

Sammála, eins og staðan er í dag er þetta enn ein móderníska hörmungin og ekki svo erfitt að lagfæra. Ég er ekki frá því að þarna beint á móti sé upprenandi kaffihús Vinyl að nafni og þá strax komin dvalartengin við torgið.

Það þarf að finna út úr því hvernig hægt er að bæta hljóðvist og skjól á svæðinu, Vitatorg gæti verið frábært fyrir alla. Þó ekki væri nema bara að setja upp tvö borð með útitafli þá hefðu rónarnir þarna eitthvað að gera.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information