Breyta Hrísateig þar sem hann hvíslast í Otrateig og Hrísateig í einstefnugötu, þ.e.a.s. að þú akir bæði upp og niður Hrísateig að Otrateig og áfram upp Otrateig en einungis niður hrísateig. Þá væri t.a.m. hægt að koma fyrir göngustíg báðum megin við Hrísateig fyrir ofan.
Bílar keyra bæði niður og upp Hrísateig og töluverð hætta hefur skapast vegna aukinnar umferðar í hverfinu vegna meiri þjónustu og fleiri íbúa. Með því að breyta Hrísateig í einstefnugötu fyrir ofan þar sem Hrísateigur hvíslast annarsvegar í Otrateig og Hrísateig, eykst umferðaröryggi, hægt að koma göngustíg fyrir báðum megin á Hrísateig og gera allt umhverfið betra. Þá verður hægt að aka niður Hrísateig en upp Otrateig.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation