Endurnýjun körfuboltavallar í Fossvogi

Endurnýjun körfuboltavallar í Fossvogi

Lagt er til að gamall körfuboltavöllur á opnu svæði milli Snælands og Marklands verði endurnýjaður. Sömuleiðis er lagt til að sandkassi, sem staðsettur er við annan enda vallarins, verði fjarlægður. Sandkassanum er ekki sinnt og því virkar því í raun sem nokkurs konar kattaklósett og skapar þannig mögulega heilsuspillandi stað sem börn (sérstaklega þau minnstu) sækja fast í. Völlurinn sjálfur er orðinn mjög lasinn, malbikið er mishæðótt auk þess sem það hallar.

Points

Sandkassar, sem ekki er viðhaldið, eiga ekki heima á opnum svæðum í borginni. Körfuboltavöllurinn er, þrátt fyrir slappt ástand, þó nokkuð mikið notaður. Nýr völlur, mögulega með tveimur körfum yrði vafalaust vinsæll.

Ég æfi sjálfur körfubolta og bý þarna nálægt og væri mjög ánægður að fá að spila þarna í sumar. Ég hef líka tekið eftir því að það eru fleiri körfuboltavellir í Fossvogsdal sem eru ekki í mjög góðu ástandi. Kannski væri hægt að nýta þessa velli í eitthvað annað mögulega?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information