Gera malbikaðan göngustíg í kringum Rauðavatn

Gera malbikaðan göngustíg í kringum Rauðavatn

Malbika alla leið í kringum Rauðavatn til þess að gera umferð hjólandi barna og umferð barnavagna og kerra auðveldari yfirferðar. Einnig aðskilja umferð gangandi/hjólandi frá reiðvegi og akvegi.

Points

Mörg brýnni verkefni til að bæta samgöngur fyrir hjólandi og gangandi. Það er engin nauðsyn fyrir einn né neinn að komast hringinn í kringum Rauðavatn og því varla skynsamlegt að setja pening í slíkt verkefni þegar stígakerfið í Elliðaárdalnum þarfnast viðhald og tvöföldunar. Fólk með barnavagna hefur úr ýmsu öðru að velja.

Einnig þarf að huga að lýsingu samhliða þessum framkvæmdum.

það er nokkuð ljóst að þessi framkvæmd myndi fjölga bæði göngu og hjólafólki á þessari leið

Gangandi og hjólandi vegfarendur sem fara kringum Rauðavatn eiga ekki samleið með ríðandi fólki á hestum og því þarf að aðgreina stíga og malbika. Geng þarna reglulega og er frekar þreyttur á að ganga endalaust í hestaskít.

Erfitt að komast í kringum vatnið með barnavagna og kerrur. Samhliða þyrfti að huga að því að hafa reiðstíginn óbreyttan og alls ekki að hafa hjólandi umferð nálægt reiðstígnum né gangandi umferð. Orðið mjög óþægilegt að vera gangandi og ég tala nú ekki um með barnavagn eða kerru í Elliðaárdal

Samála því sem hefur komið fram. Þetta er fallegt svæði sem þarf að gera aðgengilegra.

Ekki hægt að ganga/hjóla allan hringinn án þess að fara inn á akveg, reiðveg. Erfitt yfirferðar fyrir ung, hjólandi börn, barnavagna og kerrur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information