Ca. 50 einbýlishús eru í selum sem byrja á Þ. Aðeins er ein inn- og útkeyrsla út úr þessu lokaða hverfi, þ.e. frá Þverárseli á Skógarsel. Þær aðstæður eru eflaust víðar í borginni, þar sem að koma mætti við öryggismyndavél. Það væri í raun jafnvel óþarfi að borgin greiddi fyrir þetta, heldur að kostnaðurinn við þetta myndi dreifast á húseigendur í Þ-selum, því kostnaður væri ekki mikil á hvert hús.
Myndi auka verulega á öryggi íbúa þeirra húsa sem eru við Þ-selin. Í þessu húsum er orðið talsvert að eldra fólki, sem á oft erfiðara að bera hönd fyrir höfuð sér. Öryggismyndvél á við Þverársel/Skógarsel myndi gera það ólíkegra að óvandaðir menn myndu hætta sér inn í hverfið á bíl í óheiðarlegum erindagjörðum.
Ef íbúar stofna félag til að reka þetta eftirlit, sækja um leyfi hjá persónuvernd og borginni þá er þetta komið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation