Betri aðstaða fyrir farþega Strætó í Mjódd

Betri aðstaða fyrir farþega Strætó í Mjódd

Vantar fleiri og betri sæti fyrir farþega sem bíða inni í biðaðstöðunni í Mjódd og það vantar líka salernisaðstöðu þarna.

Points

Sætin eru alltof fá og þau sem eru til staðar eru orðin beygluð, ljót og óþægileg. Fjöldi farþega sem bíða þarna hefur aukist mikið vegna þess að við hafa bæst ferðafólk sem m.a. notar ferðir stætó út á land. Það sárvantar líka salernisaðstöðu en þannig aðstaða var einu sinni til staðar og er líklega enn til pláss fyrir salerni í aflokuðu svæði til vinstri þegar komið er inn í biðsalinn.

Salernisaðstaða er nauðsynleg. Opnið aftur salernin.

Löngu þarft!!!! Og opna lengur ...helst eins lengi og strætó gengur...

Biðsalurinn þarf að vera opinn lengur á kvöldin, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Ég kem í Mjóddina með leið 11 sem hittir ekki á neinn vagn áfram upp í Breiðholt og það getur verið erfitt að bíða úti í öllum veðrum.

Þar mætti líka vera læst hjólageymsla. Það mætti jafnvel vera gjald fyrir notkun af henni. Þetta nýttist t.d. farþegum sem koma frá nágrannasveitarfélögum. Jafnvel einhverjum sem vildu leigja út hjól til ferðamanna.

styð þessa tillögu, allur þessi "sparnaður" hjá borginni, hefur komið mikið niður á þeim sem eiga ekki/hafa ekki efniá bíl. alveg til skammar að hafa svona lélega aðstöðu fyrir farþega almenningssamgangna, sérstaklega á svona stórum tengipunkt margra leiða eins og mjóddin er. að setjast í þessi "sæti" þarna innandyra er jafnvel hættulegt, settist í eitt slíkt fyrir ekki löngu, og það var svo laust að sætisbakið fór afturábak og ég datt úr sætinu....

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information