Þar sem hundaeign er mjög mikil í Grafarvogi væri algjör snilld að hundagerði væri sett á laggirnar í Gufunesi. Margir smáhundaeigendur vilja alls ekki fara með hundana sina á Geirsnef.
Þetta er stórt hverfi og mér finnst í raun skrítið að það sé ekki til hundagerði innan hverfis.Ég fékk t.d einu sinni að heyra það frá hundaeftirlismanni að Fannafold væri mesta hundagatan í Reykjavík svo þörfin er mikil.
Hefði ekki verið góð hugmynd að lesa aðeins yfir það sem þú skrifaðir?
frábært að geta sleppt hundunum á öruggu svæði og leyfa þeim að leika við aðra hunda. Best væri ef svæðið er stórt og með einhverjum leiktækjum eða þrautum. Það bætir samband manns og hunds að leika saman.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation