Byggja lágreist hús rað, par og eða lágreist 4-6 íbúða fjölbýlishús.
Margir íbúar sem að hafa lengi búið í Breiðholti þurfa/langar að fara í minna húsnæði og vilja vera áfram í hverfinu. Svæðið fyrir neðan Stekkjarbakkan er tilvalið fyrir lágreista byggð, alls ekki hærri en 3 hæða.
Húsnæði af öllum stærðum til staðar í hverfinu. Litlar íbúðir eru t.d. á jarðhæð eða 1. hæð í fjölbýlishúsunum og í sumum raðhúsanna. Sé litið til hugmynda borgarinnar um að þétta byggð er spurning um svæðin sunnan Stekkjabakka, sunnan Seljabrautar eða milli Arnarbakka og Vesturbergs. Norðan Stekkjabakka er tómstundasvæði og verndarsvæði Elliðaáa og virkjunarinnar. Vinna frekar að því að koma fyrir bílastæðum og betri göngu- og hljólastígum. Leiktæki og mini gólfvöllur kæmi til greina.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation