Aðskilnaður göngu- og hjólastíga í Elliðaárdal

Aðskilnaður göngu- og hjólastíga í Elliðaárdal

Aðskilja þarf göngu- og reiðhjólastíg á hinum svokallaða "Stífluhring" í Elliðaárdal (og reyndar alveg frá Breiðholtsbraut niður að Reykjanesbraut). Í dag nota allir sama stíginn en máluð rönd á að aðskilja reiðhjól frá gangandi. Undanfarin ár hefur reiðhjólamenning í Reykjavík eflst svo um munar og er það vel. En að sama skapi er hún farin að skapa hættu fyrir gangandi vegfarendur. Það þekkja þeir sem reyna að ganga Stífluhringinn og aðra stíga í Elliðaárdalnum með börn eða hunda.

Points

Sammála því sem hefur komið fram. Vil leggja áherslu að aðskilnaðurinn nái alveg niður að Breiðsholtsbraut.

Það er fáranlegt að setja hjólandi og gangandi á sama stígin. Efast um að það væri gert í öðrum löndum nema á Íslandi. Alltaf sama vitið hér á landi.

Það fyrirkomulag sem er núna er beinlínis hættulegt. Það er hættulegt gangandi vegfarendum þar sem reiðhjólin fara um á allt of miklum hraða miðað við að vera innan um gangandi vegfarendur. Það er sérstaklega hættulegt börnum og hundum sem ekki hafa vit á að passa sig. Þá er það ekki síður hættulegt hjólandi vegfarendum sem eiga á hættu að börn eða hundar í taumi hlaupi fyrir hjólið.

það er nauðsynlegt að aðskilja hjól og gangandi umferð í dalnum og bara spurning hvenær verður stórslys. Þetta á sérstaklega við á sumrin þegar gróður meðfram stígum hylur sýn. Gamli reiðstígurinn sunnan megin í dalnum er ekkert notað af hestmönnum og bíður þess að verða gerður að hjólastíg.

Það er löngu orðið tímabært að aðskilja hjól frá gangandi vegfarendum. Hraði reiðhjóla og rafmagnshjóla er oft mjög mikill í dalnum. Það er tímaspursmál hvenær það verður alvarlegt slys á gangandi vegfarendum þarna. Elliðaárdalurinn er eitt fjölfarnasta útivistarsvæði Reykvíkinga og því tel ég þetta lágmarks kröfur svo hægt verði að tryggja öryggi barna og annara íbúa.

Styð þetta. Hjólreiðafólk sem hjólar dalinn er langflest er að æfa hraða og á enga samleið með gangandi vegfarendum.

Algjörlega sammála, löngu tímabært verk. Miðað við fjölda og hraða hjóla sem fara um göngustíginn eins og hann er núna er maður hissa á að ekki hafa orðið slys á börnum/fólki. Einnig skyggja tré á og hjólreiðafólk sem kemur á fullri ferð getur valdir hættu. Lágmarks krafa á þessum fjölfarna útivistarstað.

Sammála - maður er orðinn smeykur að fara í þennan göngutúr með krakkana, aðeins öruggari með þau ef þau eru á hjóli en samt ekki.

Þetta er algjörlega nauðsynlegt. Síðasta sumar var nærri ómögulegt að fara í göngutúr þarna eftir vinnu og alls ekki hægt með börnum, slíkur var hraðinn á hljólreiðafólkinu sem þarna kemur í hópum. Á venjulegum dögum um vetur þarf að hafa mikinn vara á sér. Leiðinlegt að geta ekki gengið þarna áhyggjulaus með börnum til að njóta náttúrunnar. Hjóla- og gangandi umferð fer þarna alls ekki saman.

Það þarf að hafa í huga og helst að setja inn í þessa hugmynd hvoru megin það er verið að tala um að setja þennan stíg eða hvort það eigi að vera báðum megin við ánna. Ef þetta er ekki tekið fram þá verður stígurinn eingöngur settur Breiðholts megin þar sem sá hluti göngu- hjólastígs telst aðal stígur dalsins en ekki sá sem er Árbæjar megin.

Það er nauðsynlegt að gera þetta því hraðinn á hjólreiðarmönnum er of mjög mikill þarna.

Sammála öllu sem sagt hefur verið hér. Orðið mjög óþægilegt að ganga og hvað þá að vera með kerrur og barnavagna þar. Hjólreiðamenn hjóla alltof hratt og taka ekkert tillit til gangandi fólks

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information