Grindverkið við bílastæðin á Bergþórugötu nær langt niður eftir götunni, sem þýðir að ef bíl er lagt þar þarf að ganga á götunni sjálfri þar til grindverkið endar (nokkrir tugir metra ef maður leggur á miðju stæðinu). Þetta er sjálfsagt til þess að krakkar hlaupi ekki beint út á götu af skólalóðinni, en það hlýtur að mega að taka grindverkið í sundur á einum eða tveimur stöðum þannig að ekki þurfi að ganga á götunni til að komast að bílastæðinu.
Núverandi grindverk neyðir fólk til að ganga dágóðan spotta á götunni til þess að komast að bílastæðinu; þetta mætti losna við með því að taka grindverkið í sundur á 1-2 stöðum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation