Bæta mætti við endurvinnslu tunnum/gámum í hverfið. Það eru tunnur við Ljósheima en þeir eru alltaf fullir svo uppúr flæðir. Margir búa á þessu svæði svo það er mikil þörf á að bæta við tunnum. Ef tunnur eru settar á bílaplanið/grasið við Sólheimabókasafn geta íbúar hverfisins farið með endurvinnslusorp um leið og þeir fara á bókasafn eða sækja börn í leikskóla.
Annar góðurstaður er við skátaheimilið (skátarnir taka við dósum) og leikskólann Langholt. Góð aðkoma fyrir gangandi og bíla. En það þarf algjörlega fleiri endurvinnslustöðvar í hverfið.
vantar fleiri tunnur, þar sem tunnurnar við Ljósheima eru alltaf yfirfullar
Og endilega að hafa gám undir gler líka.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation