Hægt væri að setja upp flott leiksvæði fyrir alla aldurshópa. Nú fyrir eru rólur og leiktæki. Hægt væri að gera þetta fallega og fjölfarna svæði líflegra með því að bæta leikvöllum. Körfuboltavellir eru vanalega allir fullir í góðu veðri svo hann yrði nýttur vel. Þetta gæti verið fyrsta skrefið í að breyta þessu vannýtta svæði í eftitsóttan stað fyrir íbúa í Hlíðunum með því t.d. að setja upp blakvöll eða sparkvöll seinna meir.
Hægt væri að setja upp flott leiksvæði fyrir alla aldurshópa. Nú fyrir eru rólur og leiktæki. Hægt væri að gera þetta fallega og fjölfarna svæði líflegra með því að bæta leikvöllum. Körfuboltavellir eru vanalega allir fullir í góðu veðri svo hann yrði nýttur vel. Þetta gæti verið fyrsta skrefið í að breyta þessu vannýtta svæði í eftitsóttan stað fyrir íbúa í Hlíðunum með því t.d. að setja upp blakvöll eða sparkvöll seinna meir.
við sem búum við þetta ágæta tún, erum ekki til í að fá boltavöll fyrir utan svefnherbergisgluggan okkar.
Mér finnst þetta í raun ekki forgangsatriði. Það skiptir mig meira máli að laga umferðarteppur og hætt komna gangandi vegfarendur með því að gera t.d. göngubrýr þar sem mikil þörf er á. Annars er þessi fíni körfuboltavöllur í Hlíðarskóla nokkrum skrefum frá. Ég er líka á móti því að eyða öllum opnum túnum, allsstaðar. Ég dásama alla smá bletti sem þessa sem er ekki búið að yfirtaka af húsum, búðum og fyrirfram ákveðnum rólóvöllum, leyfum náttúrunni að njóta sín.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation