Tengjum Klambratún og Hljómskálagarð betur við miðborgina og gerum þá meira aðlaðandi þannig að borgarbúar vilji eiga gæðatíma þar. Rauðárstígur frá Hlemmi að Klambratúni þarf upplyftingu, t.d með blómakerjum, bekkjum o.s.frv. og Klambratúnið verði þannig betur tengt miðborginni. Unnið verði að bættu skjóli í Hljómskálagarðinum, t.d. með gróðursetningu trjáa, fleiri bekkjum og grillum verði komið fyrir í garðinum sem og veitingasölu og snyrtingum.
Nauðsynlegt að hafa góða garða með aðgang að snyrtingum, grillum, leiksvæðum, veitingasölu o.s.frv. fyrir
Rauðarárstígur frá Bríetartúni að Klambratúni þarf allur verulega upplyftingu. Svæðið t.d. frá Bríetartúni að Hlemmi er mikið göngusvæði íbúa og túrista frá nærliggjandi hótelum. Það þyrfti að fjarlægja strætisvagna sem lagt er við girðingu bílastæðis lögreglustöðvarinnar, menga mikið. Góð hugmynd væri að minnka bílastæðin á bak við lögreglustöð, færa girðinguna samhliða byggingu og koma upp bekkjum, grænu svæði og gróðri sem tengst gæti skemmtilega við Hlemm og almenningsbakgarð v. Rauðarárstíg
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation