Timbur göngubrú frá Norðlingaholti yfir í Rauðhóla.
Svæðið handan Bugðu er friðland og því ekki æskilegt að beina mikilli umferð þangað. Sérstaklega ekki hundum þar sem þetta er varpsvæði fyrir ýmsar tegundir fugla. Þessi hugmynd hefur oft komið upp og þessi staðreynd auk þess sem um flóðasvæði er að ræða þá segir það sig sjálft að ekki verður laggst í þessa framkvæmd. Aðgengi að náttúrunni felst ekki í því að malbika hana og byggja brýr, þá verður engin náttúra eftir.
Bætir aðgengi að náttúrunni og að Heiðmörk.
Eftir að göngustígur var lagður vestan Bugðu hættu fuglar að verpa á svæðinu vegna umferðar manna, hunda og katta. Austan árinnar er flæðiland Bugðu sem er varpsvæði margra fugla. Við ættum að veita fuglunum þar frið. Auk þess er ekki gæfulegt að leggja stíg þvert yfir flæðilandið sem er á kafi í vatni í margar vikur á veturna. Slík stígagerð myndi spilla viðkvæmri náttúru svæðisins. Auðvelt er að ganga upp í Heiðmörk eftir stíg sem liggur vestan Bugðu og yfir hana nálægt Elliðavatni.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation